Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018....

38
BS – ritgerð Maí 2009 Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – Áhrif á annan gróður – Magnús Þór Einarsson Umhverfisdeild

Transcript of Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018....

Page 1: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

BS – ritgerð Maí 2009

Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri

– Áhrif á annan gróður –

Magnús Þór Einarsson

Umhverfisdeild

Page 2: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

BS – ritgerð Maí 2009

Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri

– Áhrif á annan gróður -

Magnús Þór Einarsson

Leiðbeinandi: Magnús H. Jóhannsson

Landbúnaðarháskóli Íslands Umhverfisdeild

Page 3: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar
Page 4: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

i

Yfirlýsing höfundar Hér með lýsi ég því yfir að ritgerð þessi er byggð á mínum eigin athugunum, er samin af mér og að hún hefur hvorki að hluta né í heild verið lögð fram áður til hærri prófgráðu.

__________________________________________ Magnús Þór Einarsson

Page 5: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

ii

Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar um eyðingu á alaskalúpínu (Lupinus

nootkatensis) með plöntueitri. Markmið verkefnisins var meðal annars að rannsaka hvenær

best sé að eyða lúpínunni og hvort mismunandi styrkleikar eiturs hefðu áhrif. Tilraunin er

staðsett á Helluvaðssandi á Rangárvöllum og er sett upp og kostuð alfarið af Landgræðslu

ríkisins. Megintilgangur þess hluta sem fjallað verður um í þessu námsverkefni er að rannsaka

hver áhrif eitrunarinnar væru á annan gróður en lúpínuna og hvort mismunandi styrkleikar

eitursins hefðu mismunandi áhrif á gróðurinn.

Tilraunin var sett upp og eitrað var árið 2007 í lúpínusáningu frá 1990. Tilraunin er 3,96 ha að

stærð og er skipt niður í 5 blokkir. Í hverri blokk eru 13 tilraunaliðir þar sem meðferðir voru

annarsvegar á mismunandi tíma: snemma (11. maí), rétt fyrir blómgun lúpínunnar (8. júní), í

blóma (2. júlí) og þegar lúpínan var farin að þroska fræ (15. ágúst) og hins vegar með

mismunandi eiturstyrk: lágum skammti (1,5 l ha-1), meðalstórum skammti (3,0 l ha-1) og

stórum skammti (6,0 l ha-1). Í þessum hluta verkefnisins var einungis unnið með fjórar blokkir

af þeim fimm sem upprunalega voru settar út, en að auki var ákveðið að spara vinnu við

gróðurmælingar og mæla einungis í 1,5 l ha-1 og 3 l ha-1 meðferðunum.

Helstu niðurstöður sýndu að áhrif eitrunar á lúpínu og annan gróður voru almennt mjög mikil.

Heildarþekja alls gróðurs fór úr 85% í viðmiðunarreitum niður í um 55% í reitum þar sem

eitrað var snemma með 3 l ha-1, fór gróðurþekjan mest niður í 45% í reitum þar sem eitrað var

síðsumars með 3 l ha-1. Þekja lúpínu var marktækt minni í nánast öllum eitruðum reitum en í

viðmiðun. Þekja lúpínu var marktækt minni í 3 l ha-1 reitunum en í þeim sem eitraðir voru

með 1,5 l ha-1. Eins var marktækur munur á þekju eftir tímasetningu eitrunarinnar og

minnkaði þekjan því seinna sem eitrað var um sumarið. Þekja flest allra tegunda minnkaði við

eitrunina en þó ekki allra. Til að mynda jókst þekja skeggsanda, augnfróar og geldingahnapps

í eiturmeðferðunum.

Niðurstöður sýna að eitrun með Roundup er fýsileg leið til þess að eyða lúpínu á stóru svæði.

Hins vegar þarf að varast það að annar gróður verður einnig fyrir töluverðum áhrifum af

eitrinu og sumar tegundir meira en aðrar. Aftur á móti sækja nokkrar aðrar tegundir í sig

veðrið en það má hugsanlega rekja til þess að samkeppni við lúpínu snar minnkar og opnur

myndast í sverðinum. Áhugavert væri að fylgjast með framvindunni til lengri tíma og skoða

Page 6: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

iii

hvernig hún breytist, t.d. hvort annar gróður nái sér á strik og nái að vaxa yfir þá lúpínu sem

eftir er, eða hvort lúpínan nái sér á strik aftur.

Lykilorð: Alaskalúpína, Roundup, eitrunartími, eiturskammtur, gróðurþekja.

Page 7: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

iv

Þakkir og tileinkun Ómetanlegar þakkir vill ég færa leiðbeinanda mínum Magnúsi H. Jóhannssyni fyrir alla veitta

aðstoð við skrif á ritgerðinni ásamt öðrum veittum stuðningi.

Einnig vil ég þakka Kristínu Svavarsdóttir fyrir aðstoð með úrvinnslu gagna sem og aðrar

ábendingar.

Einnig færi ég bestu þakkir öllum þeim sem komu að framkvæmd verkisins á einn eða annan

hátt, við úðun eiturs: Jóhann Bjarnason og Þorsteinn Guðjónsson, við mælingar í felti: Anne

Bau og Guðrún Stefánsdóttir frá L.r. og Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ingunn Ósk

Árnadóttir frá Stofnun Sæmundar fróða. Einnig fær Vilborg Hjördís Ólafsdóttir þakkir fyrir

veitta aðstoð í felti.

Landgræðsla ríkisins fær einnig miklar þakkir fyrir að kosta verkefnið.

Föður mínum Einari G. Magnússyni þakka ég fyrir yfirlestur á ritgerðinni.

Page 8: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

v

Efnisyfirlit Yfirlýsing höfundar ..................................................................................................................... i Ágrip ........................................................................................................................................... ii Þakkir og tileinkun .................................................................................................................... iv 1.  Inngangur ........................................................................................................................... 1 

1.1.  Alaskalúpína ................................................................................................................ 1 1.2.  Lúpínutilraunir ............................................................................................................. 3 1.3.  Afdrif annars gróðurs ................................................................................................... 4 1.4.  Markmið ...................................................................................................................... 5 1.5.  Rannsóknaspurningar: ................................................................................................. 5 

2.  Efni og aðferðir .................................................................................................................. 6 2.1.  Staðsetning og staðarval .............................................................................................. 6 2.2.  Sagan ........................................................................................................................... 6 2.3.  Gróðurfar og jarðvegur ................................................................................................ 7 2.4.  Veðurfar ....................................................................................................................... 7 2.5.  Uppsetning tilraunar og skipulag ................................................................................. 7 2.6.  Plöntueitrið Roundup ................................................................................................. 10 2.7.  Gróðurmælingar ......................................................................................................... 10 2.8.  Úrvinnsla gagna ......................................................................................................... 10 

3.  Niðurstöður ....................................................................................................................... 12 3.1.  Eitrun ......................................................................................................................... 12 3.2.  Eiturstyrkur ................................................................................................................ 13 3.3.  Eitrunartími ................................................................................................................ 13 3.4.  Víxláhrif eiturstyrks og eitrunartíma ......................................................................... 15 3.5.  Tegundir ..................................................................................................................... 15 

4.  Umræða ............................................................................................................................ 17 4.1.  Eitrun ......................................................................................................................... 17 4.2.  Eiturstyrkur ................................................................................................................ 18 4.3.  Eitrunartími ................................................................................................................ 18 4.4.  Víxláhrif eiturstyrks og eitrunartíma ......................................................................... 18 4.5.  Tegundir ..................................................................................................................... 19 

5.  Ályktanir/lokaorð ............................................................................................................. 21 6.  Heimildaskrá .................................................................................................................... 22 Myndaskrá ................................................................................................................................ 24 Töfluskrá .................................................................................................................................. 25 1. Viðauki: Myndir af eiturtilraun ............................................................................................ 26 2. Viðauki: Eyðublöð ............................................................................................................... 29 3. Viðauki: Tegundalisti ........................................................................................................... 30 

Page 9: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 1 Magnús Þór Einarsson

1. Inngangur

1.1. Alaskalúpína

Árið 1945 barst alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) til landsins með innflutningi og var það

þáverandi skógræktarstjóri Hákon Bjarnason sem kom með tvær matskeiðar af fræi sem og

nokkrar rætur, sem hann tíndi á strönd College-fjarðar í einni af ferðum sínum til Alaska í

frætínslu (Hákon Bjarnason, 1946). Stóð Hákon fyrir því að lúpínan yrði flutt á ýmis svæði

um allt land. Vakti Hákon áhuga annarra á tegundinni og þar á meðal Landgræðslu ríkisins

sem nýti hana sem uppgræðsluplöntu. Með inngripum Landgræðslunar hefur lúpínan náð að

festa sig í sessi og náð að breiðast út um landið. Vitað er til þess að lúpínu var að finna á

landinu allt frá árinu 1885, en þá gerði Georg Schierbecks landlæknir tilraunir á henni til

jurtaræktar. Lítið meira er vitað um þessar plöntur eftir tilraunir Schierbecks en talið einna

helst að þær plöntur sem eftir hefðu verið, hefðu í litlu mæli viðhaldist í görðum í Reykjavík

(Jóhann Pálsson, 1997).

Náttúrulegt útbreiðslusvæði alaskalúpínunnar nær meðfram Kyrrahafsströndinni, allt frá

suðurhluta Bresku-Kólumbíu í Kanada norðvestur með strönd Alaska og út með Aleutin-

eyjaklasanum allt til vestustu eyjarinnar sem nefnist Attu. Alaskalúpínan finnst aðallega út

með ströndum og á eyjum en vex lítillega inn til landsins. Búsvæði alaskalúpínunar einkennist

aðallega af þeim svæðum þar sem að rask er mikið, og eru það svæði svo sem skógarjaðrar í

brattlendi, áreyrar og malarkambar við sjó (Hultén, 1968).

Til landgræðslu er lúpínan sérlega heppileg planta þar sem að hún bindur nitur í samlífi með

Rhizobium bakteríum, sem vaxa í hnúðum á rótum plöntunnar. Bakteríurnar binda nitur úr

andrúmsloftinu sem nýtist svo plöntunni til vaxtar og viðhalds, á móti fá bakteríurnar ýmis

næringarefni og vatn. Þetta sambýli hjá lúpínunni og bakteríunni er það sem gerir lúpínuna að

afbragðs uppgræðsluplöntu þar sem að niturbindingin virkar sem áburðargjöf á það svæði sem

plantan vex í (t.d. Andrés Arnalds, 1979). Af þessum völdum hefur lúpínan mikið verið notuð

til uppgræðslu hér á landi. Segja má að lúpínan hafi alla þá eiginleika sem uppgræðsluplanta á

Íslandi þarf að hafa. Auðvelt og ódýrt er að afla fræs af henni og koma henni upp, hún þarf

engan áburð við sáningu og hún myndar mikinn lífrænan massa á tiltölulega stuttum tíma.

Lúpínan er reyndar ekki alhliða lausn við uppgræðslu sem hægt er að nýta hvar sem er, þar

sem hún er ekki jafn öflug og íslenska melgresið (Leymus arenarius) á svæðum með miklu

Page 10: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 2 Magnús Þór Einarsson

sandfoki (Andrés Arnalds, 1988a). Landgræðsla ríkisins hefur framleitt fræ af lúpínu til

landgræðslu árlega síðan 1988 (Landgræðsla ríkisins, 1999).

Fræframleiðsla lúpínu er mjög mikil og eru fræ þeirra langlíf sem þýðir að þau mynda

fræforða í jarðveginum (Bjarni Diðrik Sigurðsson, 1993). Lúpínufræ eru fremur stór og heftir

það útbreiðslumöguleika tegundarinnar inn á ný svæði þar sem að fræ ná ekki að ferðast

lengri leiðir. Aftur á móti nær lúpínan að dreifa sér mikið á það svæði sem er í návist við

fræuppsprettu, s.s. jaðar lúpínubreiðu (Daði Björnsson, 1997). En aðal dreifingarleið

lúpínunar á Íslandi hefur fyrst og fremst verið í höndum landsmanna sjálfra.

Vegna þessa eiginleika lúpínunnar að dreifa sér hratt á nálæg svæði og vera með langlíf fræ,

gerir það lúpínunni kleift að dreifast inn í margskonar önnur gróðursamfélög, sem oft eru

röskuð svæði svo sem vegkantar, melar og námusvæði. Aftur á móti á lúpínan það til að dreifa

sér inn í mörg önnur gróðurlendi svo sem mólendi, akurlendi og annarsstaðar þar sem

lágvaxinn gróður er ríkjandi (Daði Björnsson, 1997). Niturbinding og mikil framleiðsla á

lífmassa veldur því oftast að hún breytir gróðursamfélögum úr sínu náttúrulega ástandi yfir í

að vera samfelld lúpínubreiða með minnkandi tegundafjölbreytni (Borgþór Magnússon o.fl.,

2001).

Þó svo að alaskalúpína sé öflug uppgræðsluplanta, þá má flokka lúpínuna sem ágenga tegund,

en ágengar tegundir eru þær sem ná að verða ríkjandi í plöntusamfélögum og geta eytt eða

útrýmt þeim gróðri sem fyrir er og getur ógnað líffræðilegum fjölbreytileika staðarins (t.d.

International Union for Conservation of Nature, 2009). Notkun lúpínunnar er því ekki æskileg

þegar áhugi er fyrir því að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika. Heilmikill kostnaður getur

fylgt því að eyða óæskilegum plöntum úr vistkerfum þar sem þær hafa náð að festa rætur. Í

Suður-Afríku var farið af stað með verkefni sem nefnist „Working for Water“ og var eitt að

markmiðum þess að eyða ágengum innfluttum tegundum sem höfðu talsverð neikvæð áhrif á

vatnsbúskap svæðisins. Að auki var eytt plöntum sem ógnuðu lífræðilegum fjölbreytileika og

landbúnaðarmöguleika landsins. Árlegur kostnaður við eyðingu ágengra tegunda í Suður-

Afríku er um 9 milljarðar kr á ári (Marais, 2004). Aðrar tegundir af lúpínu s.s. gul runnalúpína

(Lupinus arboreus) hefur náð að breiða úr sér eftir sáningu á sandöldur í Norður Kaliforníu. Á

sumum stöðum hefur sáningin ekki verið til bóta þar sem að lúpínan hefur langt undir sig

landsvæðin með þeim afleiðingum að lágvöxnum plöntum hefur verið útrýmt. Þegar lúpínan

hörfar svo eða þá aðgerðir hafa verið gerðar til að hefta útbreiðslu hennar hafa myndast

Page 11: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 3 Magnús Þór Einarsson

næringarík svæði, þar sem að oftast aðrar tegundir en þær sem fyrir voru koma inn í þegar að

lúpínan hörfar (Maron & Connors, 1996). Annað dæmi um mjög ágenga tegund hér á Íslandi

er skógarkerfill (Anteriscus sylvestris), en á undanförnum árum hefur hann verið að breiðast

mikið út um allt land, sérstaklega í lúpínubreiðum, og til að mynda náð að vaxa lúpínunni yfir

höfuð og kæft hana t.d. í hlíðum Esjunnar (Sigurður H. Magnússon o.fl., 2006). Lítið er vitað

um áhrif skógarkerfilsins hér á landi en rannsóknir utan Íslands benda til þess að

tegundafjölbreytni með tilkomu kerfils minnki snarlega (t.d. Hansson & Persson, 1994).

Ekki margar háplöntur ná að mynda þekju með lúpínunni en einna helst eru það skuggaþolnar

og/eða áburðarfrekar tegundir svo sem grastegundir, einkum vinglar (Festuca spp.) og

sveifgrös (Poa spp.). Einnig vaxa nokkrar blómplöntur inni í lúpínubreiðunni og má þar nefna

fífla (Taraxacum spp.) og brennisóley (Ranunculus acris). Þær tegundir sem eiga erfitt

uppdráttar inni í lúpínunni eru oftast ljóselskar og lágvaxnar tegundir sem verða undir í

samkeppni við lúpínuna (Borgþór Magnússon o.fl., 2001). Til eru þó dæmi um ljóselskar

tegundir sem ná að lifa inni í lúpínunni, má þar nefna skógarkerfil (Anteriscus sylvestris) sem

nær að vaxa lúpínunni yfir höfuð.

1.2. Lúpínutilraunir

Samhliða því að alaskalúpína varð vinsæl hér á landi til ræktunar þá jókst rannsóknastarf á

henni umtalsvert. Fyrstu tilraunir sem gerðar voru á lúpínunni hófust á árunum 1976 til 1979

hjá Rannsóknastofnun Landbúnaðarins (Andrés Arnalds, 1979). Voru þær mjög stórar og tóku

á mörgum þáttum í sambandi við lúpínuna svo sem tilraun með smitun, sáningu, áburðaráhrif

á lúpínuna, mismunandi tegundum af lúpínu og áhrifum sauðfjárbeitar á hana,en þessar

tilraunir eru teknar saman í fjölriti RALA nr. 59 (Andrés Arnalds, 1979). Á síðari árum hafa

rannsóknir miðað meira að því að rannsaka ýmsa líf- og vistfræði möguleika plönturnar, s.s.

vöxt og uppskeru alaskalúpínunnar, áhrif sláttar á lúpínuna, fræsetningu lúpínunar og

gróðurframvindu í lúpínubreiðum, og að auki hafa verið gerðar tilraunir á ræktun birkis í

mismunandi framvindustigum af lúpínu (Borgþór Magnússon, 1995; Borgþór Magnússon

o.fl., 2001; Ása L. Aradóttir, 2000).

Þær tilraunir sem lúta að því að athuga hvernig hentugast sé að takmarka útbreiðslu eða eyða

lúpínu hafa verið af tvennum toga, annarsvegar með beit og hins vegar með því að slá hana.

Þegar Andrés Arnalds o.fl. (1979) voru að skoða beit á lúpínu í Heiðmörk komust þeir að því

að sauðfé laðaðist meira að öðrum plöntum frekar en alaskalúpínunni og þess vegna minnkaði

Page 12: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 4 Magnús Þór Einarsson

gróðurþekja hennar ekkert að marki. Aftur á móti þegar rannsókn Ólafs Guðmundssonar o.fl.

(1984) fór fram var notast við annarskonar lúpínu, einærar fóðurlúpínur, sem nýtast betur sem

fóður vegna minna innihalds af beiskjuefnum, annars stigs efnasambönd sem gegna sem vörn

plönturnar gegn afráni s.s. beit og sníklum (Jóhann Þórsson, 1997).

Töluvert hefur verið gert að því að slá lúpínu í þeim tilgangi að skoða hvernig birkiplöntum

vegnar í slegnum lúpínureitum (Ása L. Aradóttir, 2000). Einnig hafa verið skoðuð hver áhrif

sláttarins er á endurvöxt lúpínunnar (Bjarni Diðrik Sigurðsson o.fl., 1995). Þessar mælingar

sýndu að tímasetning sláttar skiptir mestu máli ef ná skal að minnka þekju lúpínunar. Þegar

slegið var snemma náðu plöntur oftast að vaxa aftur upp á sama ári. Þegar slegið var seint þ.e.

um mánaðamót ágúst og september náðu plönturnar sér á strik ári eftir slátt. Hinsvegar ef

slegið var seinni part sumars eða í kringum mánaðamótin júní og júlí, gaf lúpínan verulega

eftir og fór þekjan úr 90 - 100% niður í rúmlega 5%. Aftur á móti þá var öfugt farið með

þekju ungplantna þar sem að meiri þekja var af ungplöntum í reitum sem slegnir voru um

mánaðamót júní og júlí miðað við sláttutímana fyrr um sumarið og seinna um haustið (Bjarni

Diðrik Sigurðsson o.fl., 1995). Rannsóknir Ásu L. Aradóttur (2000) sýndu að lifun og vöxtur

birkis var meiri þar sem búið var að slá lúpínuna miðað við í ósleginni lúpínubreiðunni. Líkt

og í tilraun Bjarna Diðriks Sigurðssonar o.fl. (1995) var tímasetningin sem réði hvort að

lúpínan náði sér aftur.

Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á gróðursamfélögum í lúpínubreiðum, en sú stærsta sem

framkvæmd var á landsvísu á árunum 1988 – 1993 leiddi í ljós að færri tegundir námu land í

lúpínubreiðum heldur en hörfuðu úr henni. Að auki var tegundafjölbreytni minni í

lúpínubreiðum miðað við mólendi og í sumum tilfella miðað við mel (Borgþór Magnússon

o.fl., 2001). Uppgræðslutilraunir hafa einnig sýnt sömu tilhneigingu þar sem

tegundafjölbreytni á rýrum mel minnkar í lúpínuuppgræðslu miðað við aðrar uppgræðslur svo

sem í grassáningu, áburðargjöf og gróðursetningu (Ása L. Aradóttir & Guðmundur

Halldórsson, 2004).

1.3. Afdrif annars gróðurs

Breytingar sem verða af völdum lúpínunar á gróður eru oftast á einn veg og leiða til

myndunar tegundafáa gras- og blómlendis samfélaga með lúpínunni (Borgþór Magnússon

o.fl., 2001). Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt sömu tilhneigingu þ.e. að tegundum fækkar

og aðrar tegundir eiga erfitt með að komast inn í lúpínubreiður (Maron & Connors, 1996).

Page 13: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 5 Magnús Þór Einarsson

Rannsóknir Borgþórs Magnússonar o.fl. (2001) hafa sýnt það að þegar lúpínubreiða hefur náð

ákveðnum aldri fari hún að gisna meira og valda þess vegna minni skuggaáhrifum. Á þeim

aldri eiga plöntur meiri möguleika að vaxa inni í breiðum lúpínunar, en hugsanlega gæti þetta

tekið mjög langan tíma eða a.m.k. 20 – 30 ár. Þar sem að lúpínan getur myndað langlífan

fræforða er alls óvíst hvort að annar gróður geti nokkurntíma komist á legg og haft yfir í

samkeppni við lúpínu með náttúrulegri framvindu. Þó að lúpínuplöntur deyi og hverfi af

svæðinu geta þær komið aftur þegar að skilyrði breytast t.d. við rask og verða hagstæð fyrir

spírun og uppvöxt lúpínunar að nýju (Borgþór Magnússon o.fl., 2001).

Erlendar rannsóknir á eitrun ágengrar tegundar (Acroptilon repens) við Missouri fljót í BNA

leiddi í ljós að fjöldi tegunda jókst eftir eitrun með Roundup, en aftur á móti voru það aðrar

tegundir en þær sem fyrir voru áður en ágenga tegundin barst í vistkerfið (Sheley o.fl., 2007).

Því má ætla að þegar lúpína er eitruð með Roundup hér á landi gæti það bætt virkni í

vistkerfinu og myndað opnur þar sem að annar gróður gæti dafnað.

1.4. Markmið

Þessi ritgerð fjallar um lúpínutilraun á Helluvaðssandi á Rangárvöllum. Gengur hún út á að

kanna hvernig hentugast sé að eyða lúpínu á þann veg að annar gróður verði fyrir sem

minnstum áhrifum af eitrinu. Tilraunin er hluti af viðameiri rannsókn á áhrifum eitrunar á

lúpínu þar sem rannsökuð eru tengsl eitrunar og þéttleika lúpínu og fræforða í lúpínubreiðu.

Tilraunin var sett upp árið 2007 og var eitrinu úðað sama ár. Verkefnið var sett upp af

Landgræðslu ríkisins og var alfarið kostað af henni. Markmið þessa verkefnis er að bæta

þekkingu á notkun illgresiseyðis á lúpínu og kanna hver áhrif eitrunarinnar séu á annan

gróður. Með þessu er hægt að útbúa leiðbeiningar sem hægt væri að nýta þar sem æskilegt er

að eyða lúpíninni.

1.5. Rannsóknaspurningar:

1. Hvernig er best og hagkvæmast að eyða lúpínu með plöntueitri með hliðsjón af öðrum

gróðri? a. Hvenær er hentugast að eitrun fari fram svo sem mest af lúpínunni hverfi og

áhrif á annan gróður verði minnst? b. Hvaða styrkleiki eiturs hentar best? c. Hver eru áhrif eitrunar á tegundafjölbreytni?

Page 14: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

BS- Rit

2. Ef

2.1. S

Tilrauni

hann er

tilheyrir

Helluva

sem ligg

suðvestr

norðaus

sést Þríh

sandinu

Tilrauna

um 5 km

þakið lú

þéttleika

2.2. S

Við land

fjórðung

breyting

undan s

verst ur

margir b

sandgræ

árum áð

var að h

síðari ár

uppgræð

mikið la

hefur ra

vallarsv

árunum

sem nef

gerð

fni og að

taðsetnin

inni var val

staðsettur á

r Rangárþin

aðssandur er

gur meðfram

ri til Gunna

stri og sést í

hyrningur. A

um má nefna

asvæðið er

m frá Hellu.

úpínu og væ

a lúpínu á s

agan

dnám er tali

gi landsins

gar á landin

síga töluvert

ðu þeir úti á

bæir lögðus

æðslu árið 1

ður (Andrés

hlaða grjótg

rum og með

ðslur á meir

and verið en

askast og he

veifgrasi, ala

m 1938 – 194

fnist Gunnla

ðferðir

ng og sta

inn staður á

á Rangárvöl

ngi ytra (1. m

r töluvert st

m Ytri-Rang

arsholts og H

í Heklu til n

Af bæjum s

a Kirkjubæ

í landi Gunn

. Við val á s

æri nægilega

svæðinu kom

ið að um 65

(Andrés Ar

nu, en með b

t hratt. Gríð

á sandárinu

st í eyði (Sv

907 var fari

Arnalds, 1

arða í uppsv

ð tilkomu Sa

rihluta Rang

ndurheimt o

efur mörgum

askalúpínu o

44 fyrir norð

augsskógur,

ðarval

á Helluvaðs

llum á Suðu

mynd).

tórt víðsýnt

gá og nær fr

Heiðarhraun

norðurs og ti

em sjást frá

í austri, Árb

narsholts og

svæði sem r

a stórt til að

m í ljós að þ

5% Íslands h

rnalds, 1988

breyttri land

ðarlegar brey

mikla svok

veinn Runólf

ið í að endu

988c). Það

veitum Ran

andgræðslu

gárvallanna

og grætt upp

m tegundum

og birki. Go

ðan Gunnar

, í höfuð þáv

6

sandi, en

urlandi og

svæði

frá Hellu í

ns í

il austurs

á

bæirnir í ve

g er staðsett

rannsaka átt

rúma tilrau

það voru 4,5

hafi verið þ

8b). Með tilk

dnýtingu sem

ytingar hafa

kallaða, árið

fsson, 2008

urheimta það

fyrsta sem u

ngárvallarsý

u ríkisins (sí

a og með ötu

p. Mikið hef

m plantna ve

ott dæmi um

rsholt, en þa

verandi land

estri og Hell

t í um 5 km

ti var leitast

unina, eða ré

5 fullorðnar

akið gróðri

komu mann

m og ofbeit

a verið á gró

ð 1882, en þ

8). Með setn

ð landsvæði

upphafsmen

ýslu til að he

ðar Landgræ

ulli starfssem

fur verið ge

erið sáð t.d.

m vel heppn

ar hefur vax

dgræðslustj

1. mynd: R

staðsetning

Magn

luvað í suðv

m fjarlægð fr

t eftir að vel

étt um 4 ha.

r lúpínuplön

sem og að

nsins hafa or

og skógarh

óðurfari á R

þá varð sand

ningu laga u

i sem hafði

nn sandgræð

efta sandfok

æðsla ríksin

mi Landgræ

ert af því að

melgresi, tú

naða birkisán

xið upp vöxt

óra, Gunnla

Rangárvellir

merkt með r

V

nús Þór Ein

vestri.

rá Gunnarsh

lja svæði se

. Við mælin

ntur á m2.

skógar hafi

rðið gríðarl

höggi lét skó

Rangárvöllun

dfok svo mik

um skógræk

farið undir

ðslustarfsin

kið yfir svæ

ns) hafa fari

æðslunnar h

sá í það svæ

únvingli,

ningu er frá

tulegur birk

augi

í Rangárþi

rauðum ferhy

Vor 2009

narsson

holti og

em var

ngar á

verið á

legar

ógurinn

num en

kið að

kt og

sand á

ns gerðu

ðið. Á

ið fram

hefur

æði sem

á

kiskógur

ingi ytra,

yrningi.

Page 15: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 7 Magnús Þór Einarsson

Kristmundssyni. Að auki var sáð í fræakra þar sem grastegundum og alaskalúpínu var sáð svo

að nýta mætti fræið til uppgræðslu á öðrum stöðum annars staðar á landinu.

2.3. Gróðurfar og jarðvegur

Gróðurfar á sandinum, þar sem að rannsóknin fór fram, virðist í fyrstu vera frekar einsleitt

enda er á sandinum samfelld lúpínubreiða. Þessi lúpínubreiða er um 20 ára gömul og var sáð

til hennar í kringum 1990 (Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri munnleg heimild, 13. jan.

2009). Í breiðunni eru ýmsar aðrar tegundir s.s. língresitegundir (Agrostis spp.), vinglar

(Festuca spp.) og blóðberg (Thymus praecox). Nærumhverfi svæðisins samanstendur af

ræktuðum túnum og mólendi þar sem að runnagróður s.s. gulvíðir (Salix phylicifolia) og

loðvíðir (Salix lanata) hafa numið land í. Samkvæmt rofkortlagningu Ólafs Arnalds o.fl.

(1997) er stærstur hluti af svæði Helluvaðssands lítið eða nokkuð rofin. Samkvæmt

kortlagningunni er yfirborðsgerð þessa svæðis sem unnið var á, sandmelur, en það eru

gróðurlítil landsvæði og oftast fáar tegundir háplantna (Sigmundur Einarsson, 2000). Aftur á

móti hefur verið unnið að landgræðslu á svæðinu um árabil og mikið land grætt upp. Þess

vegna er þetta svæði nú til dags þétt lúpína með mjög mikla gróðurþekju.

2.4. Veðurfar

Á Hellu í um 5 km fjarlægð frá tilraunasvæðinu hefur verið starfrækt mönnuð

veðurathugunarstöð og hefur verið unnið að mælingum þar frá 1961 - 2006. Þá var ný

sjálfvirk stöð tekin í notkun og er hún í 20 m y.s. (Veðurstofa Íslands, 2009). Frekar vætusamt

er á staðnum, en samkvæmt mælingum hefur ársúrkoman mælst um 1200 – 1400 mm síðan

árið 2000.

Hitafar á svæðinu er fremur hlýtt þar sem að meðalhiti yfir árið var í kringum 5°C, og hefur

hitastigið mælst hæst 27°C í ágústmánuði 2004. Lægsti hiti sem mældur var á þessum stað var

-18,5°C árið 2002. Meðalhiti yfir vetrartímann, október til apríl, frá árinu 2000 var í kringum

frostmark á meðan að meðalhiti yfir vaxtartímann, maí til september, var um 9°C.

2.5. Uppsetning tilraunar og skipulag

Til að ákvarða hvort eiturstyrkur skiptir máli varðandi eyðingu á alaskalúpínu, var ákveðið að

prófa lítinn skammt (1,5 l ha-1), meðalstóran skammt (3 l ha-1) og stóran skammt (6 l ha-1). En

Page 16: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 8 Magnús Þór Einarsson

samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda Roundup, er ráðlagður skammtur á bilinu 3,0 – 6,0 l

ha-1 og stjórnast styrkurinn af því hvað verið er að eitra fyrir (Monsanto Company, 2009). Til

að athuga hvort að tímasetning eitrunar skipti máli, var eitrað fjórum sinnum yfir sumarið: a)

snemma (skömmu eftir að plöntur voru komnar af stað þann 11. maí 2007), b) rétt fyrir

blómgun (blómgun að hefjast en ekki hafin þann 8. júní 2007), c) í fullum blóma (þegar

blómgun stóð sem hæst þann 2. júlí 2007) og d) í fræi (þegar fræmyndun er komin vel á veg

15. ágúst 2007).

Tilraunin var sett upp í fimm blokkir sem hver um sig var 390 m x 20 m að stærð. Í hverri

blokk voru 13 tilraunareitir, hver reitur var 20 m x 10 m að stærð eða 200 m2. Til að varna því

að reitir yrðu fyrir áhrifum hvor af öðrum voru hafðir 10 m á milli allra reita. Eru

tilraunaliðirnir því 13 að meðtaldri viðmiðun og voru tilraunaliðirnir dreifðir af handahófi

innan hverrar blokkar fyrir sig. Heildarfjöldi reita er því 65 og þekja þeir 3,9 ha svæði.

Viðmiðunarreitir voru staðsettir í hverri blokk fyrir sig en það voru reitir þar sem að engin

meðferð fór fram (2. mynd).

Einungis var notast við fjórar blokkir af þeim fimm sem upprunalega voru lagðar út vegna

ójafnrar eitrunar í einni blokkinni. Til að spara vinnu voru einungis notaðir tveir eiturstyrkir

(1,5 og 3,0 l ha-1) þar sem mælingar á þéttleika lúpínu (Magnús H. Jóhannsson og Anne Bau,

2009) sýndu að mjög lítill munur væri á milli þeirra tveggja hæstu (3,0 l ha-1 og 6,0 l ha-1). Af

þeim sökum voru tilraunaliðirnir einungis 9 í stað 13 í hverri blokk, með 4 endurtekningum

og var heildarfjöldi reita þessvegna 36 í þessari tilraun (1. tafla).

1. tafla: Fjöldi tilraunaliða eftir eiturstyrk og eitrunartíma.

Eiturstyrkur 1,5 l ha-1 3 l ha-1 Viðmið (0)

Snemma 4 4 1 Rétt fyrir blómgun 4 4 1

Í blóma 4 4 1 Í fræi 4 4 1

Page 17: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 9 Magnús Þór Einarsson

2. mynd: Tilraunaskipulag meðferðaliða.

Page 18: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 10 Magnús Þór Einarsson

2.6. Plöntueitrið Roundup

Plöntueitrið sem notað var við eitrunina var illgresiseyðirinn Roundup (Glyphosat), en það er

plöntueitur sem virkar vel á allar plöntur og á að geta eytt nærri því öllum tegundum (Jón

Guðmundsson, 1999). Roundup er tekið upp af laufblöðum plantna og fer um æðakerfi þeirra

um alla plöntuna og drepur hana með því að hindra myndun hringlaga amínósýra.

Eitureinkenni plantna er gulnun blaða og síðar rauðbrúnn litur. Einkennin koma hægt í ljós og

oft ekki fyrr en tveimur til fjórum vikum eftir eitrun. Upptakan er háð því að raki sé mikill í

lofti og að ekki verði úrkoma innan við 6 tíma frá úðun (Jón Guðmundsson, 1999).

Plöntueitrinu var úðað á reitina með eiturdælu tengda við dráttarvél með 10 m vinnslubreidd.

2.7. Gróðurmælingar

Gróðurmælingar fóru fram haustið 2008 ríflega ári eftir að eitrun var framkvæmd. Voru

mælingarnar framkvæmdar dagana 8. til 29. september. Voru allir 36 reitirnir mældir og voru

gögnin skráð á eyðublöð (2. Viðauki).

Gróðurmælingar voru gerðar í 50 x 50 cm

römmum (3. mynd) sem hlutaðir voru niður í

10 x 10 cm einingar. Rammanum var því

skipt niður í 25 10 cm x 10 cm einingar.

Lagðir voru út 8 rammar í hvern reit fyrir sig

og var þeim dreift handahófskennt um

reitinn. Gróðurþekja gróins og ógróins hluta

yfirborðsins var metin til næstu 5%.

Gróðurþekja einstakra tegunda var metin

samkvæmt breyttum Braun-Blanquet

þekjukvarða (Jongman o.fl. 1995). Þekja

sinu, mosa og fléttna ásamt dauðri lúpínu og annars dauðs gróðurs var metin sértaklega, var

það einnig metið samkvæmt þekjukvarðanum. Að auki voru allar þær tegundir háplantna sem

fundust í reitunum skráðar.

2.8. Úrvinnsla gagna

Gögnin voru tekin saman og skráð í exceltöflu. Til þess að gera gögnin normaldreifð svo hægt

væri að keyra á þeim fervikagreiningu var meðalþekju tegunda umbreytt með kvaðratrót.

Áður en úrvinnsla hófst voru plöntur flokkaðar í hópa til að hægt væri að athuga áhrif eiturs á

3. mynd: 50 x 50 cm rammi notaður til mælinga á

gróðurþekju.

Page 19: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 11 Magnús Þór Einarsson

ýmsa hópa í vistkerfinu sem og einstakar tegundir. Gróður var flokkaður í eftirfarandi hópa:

allur gróður, háplöntur að frátaldri lúpínu, grös, hálfgrös og svo blómplöntur að frátalinni

lúpínu. Þeir hópar sem innihéldu ekki lúpínu, þ.e. allur gróður án lúpínu og blómplöntur án

lúpínu, voru rannsakaðir sérstaklega til þess að sjá hvernig annar gróður brást við eitruninni.

Var lúpínan tekin úr hópnum þar sem hún var stór hluti af þekju gróðursins og

blómplantnanna og hefði því mikil áhrif á þær breytingar sem urðu á öðrum gróðri. Ekki voru

allar einstakar tegundir keyrðar í gegnum tölfræðipróf heldur einungis þær tegundir sem komu

fyrir í fleiri en 20 reitum. Voru því gerðar tölfræðipróf á 21 tegund háplantna af 40.

Við úrvinnslu gagna var gerð einsþátta fervikagreining (one way ANOVA; MINITAB© 1972

- 2003 Minitab Inc.) á meðalþekju tegunda og tegundahópa, og var sú prófun gerð til þess að

ákvarða hvort eitur eitt og sér hefði áhrif á gróðurinn. Einnig var gerð tvíþátta fervikagreining

(two way ANOVA; MINITAB© 1972 - 2003 Minitab Inc.) á þessar sömu tegundir og

tegundahópa, og var það gert til að ákvarða hvort munur væri á milli eiturskammta sem og

hvort munur væri á eitrun á mismunandi tímabilum. Einnig var skoðað hvort samspil væri á

milli tímasetningar og styrkleika eitrunarinnar. Við samanburð á meðaltölum var notað Tukey

próf, sem gerir paraðan samanburð á öllum meðaltölum módelsins. Við útreikninga á

fjölbreytileika háplantna var notast við Shannon Index, en með honum má bera saman

hlutfallslegan tegundafjölda plantna út frá þekju hverrar plöntu fyrir sig í reitnum.

Page 20: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 12 Magnús Þór Einarsson

3. Niðurstöður

3.1. Eitrun

Áhrif eitrunar með Roundup hafði almennt mikil áhrif á þekju gróðurs. Heildarþekja

minnkaði marktækt í öllum eitruðum reitum, en gróðurþekjan fór úr 85% í viðmiðunarreitum í

62% í þeim reitum sem eitraðir voru með 1,5 l ha-1 og í reitum sem eitraðir voru með 3 l ha-1

fór gróðurþekjan niður í 58%. Áhugavert var að sjá að þekja allra þeirra hópa sem háplöntum

var skipt niður í minnkaði marktækt eftir að eitrað hafði verið. Þekja grasa var marktækt

minni í eiturmeðferðunum miðað við viðmiðun (p = 0,003). Þekja hálfgrasa minnkaði

marktækt þó ekki væri nema um 0,5% (p = 0,031). Þeir flokkar þar sem að lúpína var

undanskilin, þ.e. háplöntur án lúpínu og blómplöntur án lúpínu, sýndu sömu tilhneigingu eftir

að eitrað hafi verið þ.e. að þekja þeirra minnkaði marktækt úr 9% í rétt rúm 2,5% þekju af

háplöntum án lúpínu (p < 0,001) og úr 8,6% niður í ríflega 2% af blómplöntum án lúpínu (p =

0,003). Þekja sinu minnkaði marktækt við eitrunina (p = 0,01), en enginn marktækur munur

var merkjanlegur í þekju fléttna, mosa og skánar. Áhrif eitrunar á einstakar tegundir var

umtalsverð þar sem að 6 tegundir urðu fyrir áhrifum af eitrun. Mest urðu áhrifin á þekju

lúpínu þar sem að þekja hennar var marktækt

minni í öllum eiturmeðferðum en í viðmiðun

(p < 0,001). Þekja annarra tegunda sem

minnkaði marktækt var týtulíngresi (Agrostis

vinealis) (p = 0,033), túnvingull (Festuca

richardsonii) (p = 0,003), blásveifgras (Poa

glauca) (p < 0,001) og blóðberg (Thymus

praecox) (p < 0,001) (4. mynd). Þekja einnar

tegundar, geldingahnapps (Armeria

maritima), jókst marktækt (p = 0,026).

Þekja þeirra plantna sem höfðu dáið af völdum eitrunar jókst umtalsvert eftir eitrun. Þar jókst

þekja dauðrar lúpínu marktækt (p = 0,008) sem og þekja annars dauðs gróðurs (p < 0,001).

4. mynd: Meðalþekja helstu grastegunda og

blóðbergs (meðaltöl ± staðalskekkja).

Page 21: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 13 Magnús Þór Einarsson

3.2. Eiturstyrkur

Áhrif af mismunandi styrkleika eiturs voru lítil. Heildarþekja gróðurs minnkaði ekki marktækt

á milli eiturstyrkja. Marktækur munur kom heldur ekki fram á þekju einstakra háplöntuflokka.

Þekja fléttna, mosa og skánar breyttist ekki, aftur á móti minnkaði þekja sinu marktækt (p =

0,016) með auknum styrk af eitri (5. mynd).

Áhrif eiturstyrkja höfðu marktæk áhrif á

tvær tegundir, mest voru áhrifin á þekju

lúpínu (p < 0,001) þar sem þekjan í 3 l ha-1

reitunum var um 8% á meðan að þekjan í

reitum eitruðum með 1,5 l ha-1 var um

20%. Þekja blóðbergs minnkaði sömuleiðis

marktækt með auknum eiturstyrk (p =

0,021) (4. mynd). Þekja dauðrar lúpínu

jókst martækt með auknum styrk af eitri (p

= 0,006) (5. mynd).

3.3. Eitrunartími

Áhrif af mismunandi eitrunartímum hafði þó

nokkur áhrif á þekju gróðurs í tilrauninni, þó

ekki marktæk fyrir allar tegundir né

tegundahópa. Áhrif eitrunartíma á

heildarþekju alls gróðurs voru ekki marktæk

(6. mynd).

Þekja háplöntuhópanna breyttist ekki heldur

marktækt með eitrunartíma, þó svo að allir

sýndu þá tilhneigingu að minnka örlítið því

seinna sem eitrað var.

5. mynd: Meðalþekja lúpínu, dauðrar lúpínu og sinu

eftir eiturstyrk (meðaltöl ± staðalskekkja).

6. mynd: Meðalþekja alls gróðurs skipt eftir styrk

eiturs og tímasetningu eitrunar (meðaltöl ±

staðalskekkja).

Page 22: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 14 Magnús Þór Einarsson

Þekja fléttna, mosa, skánar og sinu

breyettist ekki marktækt eftir mismunandi

eitrunartíma, en þekja mosa og sinu virtist

minnka lítið eitt, á meðan að þekja bæði

skánar og fléttna jókst um örfá prósent.

Mest voru áhrifin af mismunandi

tímasetningum á einstakar tegundir. Þekja

sex háplantna breyttist marktækt því seinna

sem eitrað var (2. tafla). Þekja lúpínu (7.

mynd) minnkaði marktækt því seinna sem

eitrað var og jókst þekja dauðrar lúpínu

marktækt að sama skapi (2. tafla). Þekja

týtulíngresis, blásveifgras lambgrass og

blóðbergs (8. mynd) minnkaði marktækt

því seinna sem eitrað var. Þekja

skeggsanda jókst hinsvegar eftir því sem

eitrað var seinna.

7. mynd: Meðalþekja lúpínu eftir eiturstyrk og

eitrunartíma (meðaltöl ± staðalskekkja).

8. mynd: Meðalþekja týtulíngresis, blásveifgrass,

blóðbergs og lambagrass eftir eitrunartíma (meðaltöl ±

staðalskekkja).

Page 23: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 15 Magnús Þór Einarsson

2. tafla: Tegundir sem urðu fyrir marktækum áhrifum eftir eiturstyrk, eitrunartíma eða víxláhrifum

vegna styrks og tíma. * = p ˂ 0,05, ** = p ˂ 0,01 og *** = p ˂ 0,001

Eiturstyrkur Eiturtími Styrkur * Tími Sina *

Blásveifgras *** Týtulíngresi **

Blóðberg * **

Lambagras ** Lúpína *** ***

Músareyra * Skeggsandi *

Vegarfi **

Dáinn lúpína ** ***

3.4. Víxláhrif eiturstyrks og eitrunartíma

Engin marktæk víxláhrif voru á milli vaxandi

eiturstyrks og tímasetningu eitrunar í

heildargróðurþekju. Það sama má segja um þekju

háplöntuhópanna sem og þekju fléttna, mosa, sinu

og skánar.

Marktæk víxláhrif á milli eiturstyrks og eiturtíma

voru einungis til staðar hjá tveimur tegundum

háplantna: vegarfa (p = 0,003) og músareyra (p =

0,023). Þekja músareyra var alltaf minni við 1,5 l

ha-1 eitrunina en við 3 l ha-1 eitrunina, nema þegar

eitrað var í blóma, en þá var þekja músareyra mun meiri þegar eitrað var með 1,5 l ha-1 miðað

við 3 l ha-1 (9. mynd). Þekja vegarfa var áþekk þekju músareyra nema það að 3 l ha-1 eitrunin

hafði minni áhrif miðað við 1,5 l ha-1 eitrunina. Tímabilið í blóma var einnig frábrugðið á

þann veg að 3 l ha-1 hafði mun meiri áhrif á þekju vegarfa miðað við 1,5 l ha-1 eitrunina.

3.5. Tegundir

Heildarfjöldi háplöntutegunda sem fundust í tilrauninni var 37 (3. Viðauki). Skipting þeirra í

tegundahópa var: 9 grös, 3 hálfgrös, 2 byrkningar, 1 runni og loks voru 22 blómplöntur. Af

þessum tegundum fundust fimm tegundir í öllum 36 reitunum sem mældir voru en það voru:

9. mynd: Meðalþekja músareyra eftir eiturstyrk

og eitrunartíma (meðaltöl ± staðalskekkja).

Page 24: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 16 Magnús Þór Einarsson

blávingull (Festuca vivipara), túnvingull (Festuca richardsonii), vegarfi (Cerastium

fontanum), hundasúra (Rumex acetosella) og alaskalúpína (Lupinus nootkatensis). Alls

fundust 22 tegundir sem komu fyrir í öllum meðferðarliðum og komu 11 tegundir fyrir í færri

en fimm reitum. Þrjár tegundir komu einungis einu sinni fram í tilraunareitunum en það voru

lokasjóður (Rhinanthus minor), klóelfting (Equisetum arvense) og víðir (Salix ssp.). Í þeim

reit sem flestar tegundir fundust voru 30 tegundir, en sá reitur var úðaður með 3 l ha-1 í blóma.

Í annarri blokk, en sömu meðferð, fundust fæstar tegundir eða 16, þannig að breytileikinn var

talsverður. Í viðmiðunarreitum komu að meðaltali fyrir 21 tegund háplantna og var

heildarfjöldi tegunda í viðmiðuninni samtals 30. Eftir eitrunina var meðalfjöldi tegunda í

flestum meðferðarliðum kominn upp í rúmar 22 háplöntur.

Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá Shannon Index, sem sýnir hlutfallslegan

tegundafjölda út frá þekju einstakra tegunda, kom í ljós að tegundum fækkaði marktækt á

milli viðmiðunarreita og reita sem höfðu verið eitraðir. Shannon Index fyrir viðmiðunarreiti

var að meðaltali um 2,6 á meðan meðaltal allra eitraðra reita var 2,1. Voru þeir reitir sem

eitraðir voru með 3 l ha-1 með minni tegundafjölbreytni samkvæmt Shannon Index. Sá reitur

sem var með minnstu tegundafjölbreytnina var eitraður með 3 l ha-1 í fræi og var Shannon

Indexinn 1,1.

Page 25: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 17 Magnús Þór Einarsson

4. Umræða Rannsóknir á notkun illgresiseyðis getur veitt hagkvæmar upplýsingar um hvernig hægt sé að

vinna á ágengum tegundum s.s. lúpínu, sem hafa sáð sér inn á óæskileg svæði. Eins og áður

var getið þá eru ágengar tegundir skilgreindar sem tegundir sem ná að verða ríkjandi í

plöntusamfélagi og geta eytt eða útrýmt staðargróðri. Vel má ímynda sér að með rannsóknum

á notkun illgresiseyðis eins og hér er lýst væri hægt að finna lausn á því hvernig hægt er að

vinna á ágengum gróðri en um leið að hafa sem minnst áhrif á annan gróður.

4.1. Eitrun

Samkvæmt niðurstöðunum voru áhrif af eitrun umtalsverð. Minnkaði gróðurþekja alls gróðurs

um rúm 20% úr viðmiðun í eitraða reiti. Sýnir það að eitrunin var að hafa töluverð áhrif á

allan gróður. Aftur á móti þarf að geta þess að fjöldi reita í tilrauninni var ójafn þar sem að

viðmiðunarreitir í tilrauninni voru 4 á meðan fjöldi bæði 1,5 l ha-1 og 3 l ha-1 meðferðanna var

16. Gæti það skapað skekkju í sambandi við að staðalfrávikið verður alltaf mun hærra í

viðmiðunarreitum en í eitruðum reitum.

Athyglisvert er að sjá að eitrunin var að hafa marktæk áhrif á þekju háplöntuhópanna. Þekja

þeirra flestra minnkaði töluvert eftir að eitrað hafi verið. Þetta þýðir að þótt eitruninni hafi

verið beint gegn lúpínunni, hafði hún áhrif á annan gróður og nauðsynlegt er að taka tillit til

hans þegar eitrun er fyrirhuguð.

Einstakar tegundir plantna urðu fyrir miklum neikvæðum áhrifum af eitruninni og má ætla að

sumar tegundir séu viðkvæmari fyrir eitrinu en aðrar. Lúpína varð fyrir mestu áhrifunum af

eitrinu og má ætla að það sé vegna þess að lúpínan er það hávaxin að hún hafi fengið mest af

eitrinu á sig. Grastegundir urðu einnig fyrir miklum áhrifum af eitruninni, og líklega má rekja

það til að þau eru það hávaxin að þau hafi fengið á sig talsvert af eitri. Lágvaxnari tegundir

hafa líklega fengið minna eitur á sig því breytingar sem urða á þeim eru oftast mun minni en á

lúpínu og grösum. Nokkrar tegundir ná til að mynda að sækja í sig veðrið og þekja þeirra

jókst eftir eitrun. Þekja geldingahnapps jókst marktækt eftir eitrun. Þekja skeggsanda, vegarfa

og augnfróar jókst einnig en þetta eru lágvaxnar ljóselskar tegundir sem sá sér inn á svæði þar

sem að opnur myndast í sverðinum og samkeppni við lúpínuna er minni.

Page 26: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 18 Magnús Þór Einarsson

4.2. Eiturstyrkur

Eitrun var greinilega að hafa töluverð áhrif á þekju gróðurs. Munur á eiturskömmtunum var

aftur á móti mjög lítill. Marktækan mun var ekki að sjá á heildarþekju gróðurs hvort sem

eitrað var með 1,5 l ha-1 eða með 3 l ha-1. Þegar einstaka gróðurflokkar eru skoðaðir koma

engin marktæk áhrif fram á þekju þeirra eftir mismunandi eiturskömmtum. Það voru

hinsvegar stakar tegundir sem voru einna helst að verða fyrir áhrifum af mismunandi

eiturskömmtunum t.d. lúpína og blóðberg, eins var þekja sinu ávalt meiri þegar eitrað var með

minni styrknum. Þekja bæði lúpínu og blóðbergs var talsvert minni í þeim reitum sem eitraðir

voru með stærri skammtinum og var þekjan um það bil helmingi minni hjá báðum tegundum.

Samhliða því að þekja lúpínu minnkaði marktækt með auknum eiturstyrk jókst þekja dauðrar

lúpínu marktækt að sama skapi.

Mismunandi styrkleiki einn og sér er því ekki að hafa mikil áhrif á gróðurinn og þess vegna

heppilegra að eitra með litlum skammti því þá fer minna af eitri út í náttúruna og getur því

valdið minni skaða.

4.3. Eitrunartími

Áhrif mismunandi eitrunartíma var umtalsverð, en ekki marktæk hjá öllum tegundum né

tegundahópum.

Tímasetning eitrunar hafði ekki marktækt áhrif á háplöntuhópana, og eins hafði eitrunartíminn

ekki marktæk áhrif á fléttur, mosa, sinu eða skán. Aftur á móti hafði eitrunin töluverð áhrif á

einstakar tegundir. Mest urðu áhrifin á þekju lúpínunnar og minnkaði þekja hennar mjög

mikið því seinna sem eitrað var. Niðurstöður Bjarna Diðriks Sigurðssonar o.fl. (1995) var að

sláttur á lúpínu um mitt sumar hafði mest áhrif á þekju lúpínunnar, en sláttur bæði snemma

um sumarið og síðsumars hafði minni áhrif á þekjuna. Áhrif eitrunar svipar til niðurstaðna

eftir slátt á þann veg að áhrif eitrunar eru minnst í fyrstu eitrun og verða meiri þegar eitrað er

seinna um sumarið, aftur á móti var lítill munur á þekju lúpínu þegar hún var eitruð í blóma

eða í fræi.

4.4. Víxláhrif eiturstyrks og eitrunartíma

Víxláhrif eiturstyrks og eiturtíma var vart sýnilegt. Einungis komu fram marktæk víxláhrif hjá

tveimur tegundum háplantna: músareyra og vegarfa. Viðbrögð þessara tveggja tegunda við

Page 27: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 19 Magnús Þór Einarsson

eiturstyrk og eitrunartíma eru því mjög ólík öðrum tegundum í tilrauninni, en þær bregðast

við á samskonar hátt. Áhugavert er að þetta eru náskyldar tegundir, báðar af hjartagrasættinni.

Hugsanlega mætti skýra þetta sem svo að þessar tegundir séu tækifærissinnar sem séu að nýta

sér opnur sem myndast þegar lúpínan hverfur og að þekja þeirra endurspegli aðstæður í

kjölfar eitrunarinnar. Frekari rannsókna er þörf til að svara þessu til hlítar.

4.5. Tegundir

Eitrun hafði greinileg áhrif á fjölda tegunda en samtals fundust 37 tegundir háplantna í

tilrauninni. Í viðmiðunarreitum fundust að meðaltali 21 tegund. Eitrun hafði þau áhrif að

tegundum fjölgaði lítilega í kjölfar eitrunar með 1,5 l ha-1 eða í 21,5 og fór í 22 tegundir í

kjölfar eitrunar með 3 l ha-1. Ekki var samt sem áður að sjá tengsl á milli aukins eiturstyrk og

tegundafjölda. Þegar Sheley o.fl. (2007) skoðuðu eitrun á ágengu knapweed (Acroptilon

repens) fundu þeir það út að tegundum fjölgaði eftir notkun Roundup eiturs, svipað og

niðurstöður þessarar tilraunar gefa til kynna.

Niðurstöður Borgþórs Magnússonar o.fl. (2001) eru lítið eitt álíkar þeim sem kynntar eru hér.

Komust þeir að því að tegundafjöldi í lúpínubreiðu væri á bilinu 5 – 25 í reit en skoðuðu þeir

fjölda allra tegunda bæði háplantna, mosa og fléttna. Fátítt var hjá þeim að tegundir væru

fleiri en 20 í hverjum reit fyrir sig. En eins og áður var getið þá var þetta fjöldi tegunda bæði

háplantna, mosa og fléttna, því má ætla að fjöldi háplantna sé mun færri. Halldór Þorgeirsson

(1979) komst að því að fjöldi háplantna í lúpínubreiðum væri mjög lítill eða frá 4 – 13

háplöntum í reit. Í samanburði við þessar niðurstöður er fjöldi tegunda í eitrunartilrauninni á

Helluvaðssandi mjög mikill. Samkvæmt Borgþóri Magnússyni o.fl. (2001) eru lúpínubreiður

þéttastar þegar þær eru um 5 – 10 ára gamlar, og fara að gisna um 20 – 25 ára aldur. Aftur á

móti er ekki hægt að fullyrða að allar lúpínubreiður fylgi þessu mynstri, en skv. því má ætla

að lúpínubreiðan á Helluvaðssandi sé komin á seinna tímabil æviskeiðsins og sé að gisna og

því eigi aðrar háplöntur en lúpínan auðveldar með að sá sér inn í breiðurnar. Mikilvægt er þó

að geta þess að engar eldri mælingar hafa farið fram á þéttleika eða þekju lúpínunnar á

umræddu svæði og erfitt að staðhæfa að lúpínubreiðan á Helluvaðssandi hafi nokkurn tíma

verið þéttari.

Samkvæmt Shannon Index útreikningum á reitunum kom í ljós að tegundafjölbreytileiki

minnkaði eftir eitrun, þrátt fyrir að tegundum virtist fjölga. Þýðir það að þó tegundum sé að

Page 28: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 20 Magnús Þór Einarsson

fjölga þá er ójafnræði á milli tegundanna á þann veg að þekja sumra tegunda eykst á meðan

þekja annarra minnkar.

Page 29: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 21 Magnús Þór Einarsson

5. Ályktanir/lokaorð Í þessari tilraun var leitast við að svara rannsóknaspurningum varðandi notkun illgresiseyðis í

þeim tilgangi að eyða lúpínu á stóru svæði. Í ljós kom að hægt var að minnka gróðurþekju

lúpínunar umtalsvert með litlum skammti af eitri snemma á vaxtartímabilinu, en mest

minnkaði hún ef eitrað var seinna um sumarið með stærri eiturskammti þegar lúpínan var

orðin fullvaxta. Styrkur eiturs hafði minna að segja hvað varðar aðrar tegundir en lúpínuna,

heldur virtist tímasetning eitrunarinnar skipta þær meira máli, því líkt og lúpínan, virtust þær

þola eitrunina betur því fyrr sem eitrað var. Það er því ljóst að með því að eitra seinna að

sumrinu og eyða meiri lúpínu minnkar það þekju annars gróðurs. Þó að þessi áhrif séu til

staðar hjá nokkrum tegundum virðist hinsvegar meirihluti tegundanna þola eitrun síðsumars

ágætlega.

Tegundasamsetning virtist breytast töluvert þar sem að þekja grasa og annarra áburðarkærra

plantna minnkaði á meðan að þekja lágvaxinna ljóselskra plantna jókst.

Heildarniðurstöður úr þessu verkefni eru leiðbeindandi fyrir eyðingu á lúpínu. Niðurstöðurnar

má nýta eftir því hvort áhugi sé fyrir því að eyða nánast allri lúpínu, því þá sýna

niðurstöðurnar að eitrun með 3 l ha-1 síðsumars er hentugast í þeim tilgangi. Hins vegar ef

áhugi er fyrir því að hafa minni áhrif á annan gróður þá er eitrun með 1,5 l ha-1 síðsumars

hentugri.

Þær athuganir sem vert væri að gera í framhaldi af þessari tilraun væri að athuga mismunandi

tegundir af eitri. Þar sem að Roundup er alhliða illgresiseyðir sem virkar á allar tegundir

háplantna væri áhugavert að skoða áhrif annarra eiturefna s.s. Herbamix, sem virkar á flesta

tvíkímblöðunga, en ekki einkímblöðunga.

Page 30: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 22 Magnús Þór Einarsson

6. Heimildaskrá Andrés Arnalds (ritstj.) (1979). Lúpínurannsóknir. Fjölrit Rala nr. 59. Reykjavík:

Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Andrés Arnalds (1988a). Lúpínan og landgræðslan. Í Andrés Arnalds (ritstj.), Græðum Ísland. Landgræðslan 1907-1987 (bls. 193-196). Landgræðsla ríkisins.

Andrés Arnalds (1988b). Landgæði á Íslandi fyrr og nú. Í Andrés Arnalds (ritstj.), Græðum Ísland. Landgræðslan 1907-1987 (bls. 13-32). Landgræðsla ríkisins.

Andrés Arnalds (1988c). Landgræðslan í 80 ár 1907 – 1987. Í Andrés Arnalds (ritstj.), Græðum Ísland. Landgræðslan 1907-1987 (bls. 99-124). Landgræðsla ríkisins.

Andrés Arnalds & Ólafur Guðmundsson (1979). Beit á lúpínu. Í Andrés Arnalds (ritstj.), Lúpínurannsóknir. Fjölriti Rala nr. 59 (bls. 19-22). Reykjavík: Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Ása L. Aradóttir (2000). Áhrif lúpínu á ræktun birkis. Í: Ráðunautafundur 2000. Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Ása L. Aradóttir & Guðmundur Halldórsson (2004). Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum. Í: Ásdís Kristinsdóttir (ritstj.) Fræðaþing landbúnaðarins 2004. Reykjavík: BÍ, LBH, L.r., Rala, S.r..

Bjarni Diðrik Sigurðsson (1993). Fræforði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) á uppgræðslusvæðum í Heiðmörk og í Öræfasveit. Ritgerð 3 eininga rannsóknaverkefnis (09.51.70) við Líffræðiskor Háskóla Íslands, 21 bls.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, Borgþór Magnússon & Sigurður H. Magnússon (1995). Áhrif sláttar á vöxt alaskalúpínu. Í Borgþór Magnússon (ritstj.), Líffræði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis). Vöxtur, fræmyndun og áhrif sláttar. Fjölrit RALA nr. 178 (bls. 28-37). Reykjavík: Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Borgþór Magnússon (ritsj.) (1995). Líffræði alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) Vöxtur, fræmyndun, efnainnihald og áhrif sláttar. Fjölrit Rala nr. 178. Reykjavík: Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon & Bjarni Diðrik Sigurðsson (2001). Gróðurframvinda í lúpínubreiðum. Fjölrit Rala nr. 207. Reykjavík: Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Daði Björnsson (1997). Útbreiðsluhættir alaskalúpínu í Heiðmörk raktir eftir loftmyndum. Fjölrit Rala nr. 192. Reykjavík: Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Halldór Þorgeirsson (1979). Athugun á landnámi alaskalúpínu í Heiðmörk. Námsverkefni við Líffræðiskor Háskóla Íslands 1978-1979, 44 bls.

Hansson, M.L. & Persson, T.S. (1994). Anthriscus sylvestris – a growing conservation problem. Annales Botanici Fennici, 31, 205-213.

Page 31: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 23 Magnús Þór Einarsson

Hákon Bjarnason (1946). Alaskaför haustið 1945. Í: Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1946 (bls. 5-48). Reykjavík: Skógræktarfélag Íslands.

Hultén, E. (1968). Flora of Alaska and Neighbouring Territories. Stanford: Stanford University Press.

International Union for Conservation of Nature (2009). IUCN. Skoðað 13. apríl 2009 á http://www.iucn.org/about/union/secretariat/offices/iucnmed/iucn_med_programme/species/invasive_species/.

Jongman R.H.G., ter Braak, C.J.F. & van Tongeren, O.F.r., (1995). Data analysis in community and landscape ecology. Cambridge: Cambridge University Press.

Jón Guðmundsson (1999). Illgresiseyðar og notkun þeirra. Í Handbók bænda (bls. 107-118). Reykjavík: Bændasamtök Íslands.

Jóhann Pálsson (1997). Innflutningur gróðurs í garða og merkur. Í Auður Ottesen (ritstj.) Nýgræðingar í flórunni. Innfluttar plöntur – saga, áhrif og framtíð. Reykjavík: Félag garðyrkjumanna.

Jóhann Þórsson & Kristín Hlíðberg (1997). Beiskjuefni í alaskalúpínu, Lupinus nootktensis. Búvísindi, 11, 75-89.

Landgræðsla ríkisins (1999). Ársskýrsla Landgræðslu ríkisins 1999. Landgræðsla ríkisins.

Magnús H. Jóhannsson & Anne Bau (2009). Eyðing alaskalúpínu með plöntueitri – þéttleiki lúpínu. Í: Ásdís Kristinsdóttir (ritstj.) Fræðaþing landbúnaðarins 2009. Reykjavík: BÍ, LbhÍ, L.r., S.r., Hólar, VMS, MAST, HAG, Matís.

Marais, C., van Wilgen, B.W. & Stevens, D. (2004). The clearing of invasive alien plants in South Africa: a preliminary assessment of costs and progress. South African Journal of Science, 100, 97-103.

Maron, J.L. & Connors, P.G. (1996). A native nitrogen-fixing shrub facilitates weed invasion. Oecologia, 105, 302-312.

Monsanto Company (2009). Monsanto. Skoðað 19. Janúar 2009 á http://www.monsanto.com/

Ólafur Guðmundsson, Sveinn Runólfsson & Þorsteinn Ólafsson (1984). Haustbeit lamba á fóðurlúpínu. Í: Ráðunautafundur 1984. Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Sigmar Metúsalemsson, Ásgeir Jónsson, Einar Grétarsson & Arnór Árnason (1997). Jarðvegsrof á Íslandi. Reykjavík: Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Sheley, R.L., Laufenberg, S.M., Jacobs, J.S. & Borkowski, J. (2007). Restoring species richness and diversity in a russian knapweed (Acroptilon repens)-infested riparian plant community using herbicides. Weed Science, 55(4), 311-318.

Sigmundur Einarsson (ritstj.) (2000). Náttúruverndargildi á virkjunarsvæðum norðan Jökla. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Page 32: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 24 Magnús Þór Einarsson

Sigurður H. Magnússon, Ingvar Björnsson & Bjarni E. Guðleifsson (2006). Skógarkerfill – ágeng jurtategund í íslenskri náttúru. Í: Ásdís Kristinsdóttir (ritstj.) Fræðaþing landbúnaðarins 2006. Reykjavík: BÍ, LbhÍ, L.r., S.r..

Sveinn Runólfsson (2008). Landgræðsla í fortíð, nútíð og framtíð. Í: Ásdís Kristinsdóttir (ritstj.) Fræðaþing landbúnaðarins 2008. Reykjavík: BÍ, LbhÍ, L.r., S.r., Hólar, VMS, MAST, HAG, Matis.

Sveinn Runólfsson Landgræðslustjóri (munnleg heimild, 13. janúar 2009).

Veðurstofa Íslands (á.á.). Skoðað 12. mars 2009 á http://www.vedur.is/

Myndaskrá 1. mynd: Rangárvellir í Rangárþingi ytra, staðsetning merkt með rauðum ferhyrningi. ........... 6 

2. mynd: Tilraunaskipulag meðferðaliða. .................................................................................. 9 

3. mynd: 50 x 50 cm rammi notaður til mælinga á gróðurþekju. ............................................. 10 

4. mynd: Meðalþekja helstu grastegunda og blóðbergs ........................................................... 12 

5. mynd: Meðalþekja lúpínu, dauðrar lúpínu og sinu eftir eiturstyrk ...................................... 13 

6. mynd: Meðalþekja alls gróðurs skipt eftir styrk eiturs og tímasetningu eitrunar ................. 13 

7. mynd: Meðalþekja lúpínu eftir eiturstyrk og eitrunartíma ................................................... 14 

8. mynd: Meðalþekja týtulíngresis, blásveifgrass, blóðbergs og lambagrass eftir eitrunartíma

.................................................................................................................................................. 14 

9. mynd: Meðalþekja músareyra eftir eiturstyrk og eitrunartíma ............................................. 15 

10. mynd: Snemma 1,5 l ha-1, blokk 5 ..................................................................................... 26 

11. mynd: Óblómgað 1,5 l ha-1, blokk 5 ................................................................................... 26 

12. mynd: Í blóma 1,5 l ha-1, blokk 5 ....................................................................................... 26 

13. mynd: Í fræi 1,5 l ha-1, blokk 5 ........................................................................................... 26 

14. mynd: Viðmið, blokk 5 ...................................................................................................... 26 

15. mynd: Viðmið, blokk 5 ...................................................................................................... 27 

16. mynd: Snemma 1,5 l ha-1, blokk 5 .................................................................................... 27 

17. mynd: Snemma 3 l ha-1, blokk 5 ........................................................................................ 27 

18. mynd: Óblómgað 1,5 l ha-1, blokk 5 ................................................................................... 27 

19. mynd: Óblómgað 3 l ha-1, blokk 5 .................................................................................... 27 

20. mynd: Í blóma 1,5 l ha-1, blokk 5 ...................................................................................... 27 

21. mynd: Í blóma 3 l ha-1, blokk 5 .......................................................................................... 28 

22. mynd: Í fræi 1,5 l ha-1, blokk 5 ........................................................................................... 28 

23. mynd: Í fræi 3 l ha-1, blokk 5 .............................................................................................. 28 

Page 33: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 25 Magnús Þór Einarsson

24. mynd: Eyðublað gróðurmælinga. ....................................................................................... 29 

Töfluskrá 1. tafla: Fjöldi tilraunaliða eftir eiturstyrk og eitrunartíma. ....................................................... 8 

2. tafla: Tegundir sem urðu fyrir marktækum áhrifum eftir eiturstyrk, eitrunartíma eða

víxláhrifum vegna styrks og tíma ............................................................................................. 15 

3. tafla: Þær tegundir sem komu fram í tilrauninni sem og hversu oft þær komu fyrir í

meðferðaliðum. ........................................................................................................................ 30 

Page 34: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

BS- Rit

1. Við

10. myn

(höf. Ma

12. myn

(höf. M

14. myn

Þór Ein

gerð

ðauki: M

nd: Snemma

agnús Þór Ein

nd: Í blóma

Magnús Þór Ei

nd: Viðmið,

narsson).

Myndir a

1,5 l ha-1, b

narsson).

a 1,5 l ha-1,

inarsson).

blokk 5 (höf

af eiturt

blokk 5 1

(

blokk 5 1

M

f. Magnús

26

tilraun

11. mynd: Ób

(höf. Magnús

13. mynd: Í f

Magnús Þór E

blómgað 1,5

Þór Einarsso

fræi 1,5 l ha-

Einarsson).

Mag

l ha-1, blokk

on).

-1, blokk 5 (h

V

gnús Þór Ei

k 5

höf.

Vor 2009

inarsson

Page 35: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

BS- Rit

15. m

Magnú

17. my

(höf. M

19. my

(höf. M

gerð

mynd: Viðm

ús H. Jóhann

ynd: Snemma

Magnús H. Jóh

ynd: Óblómg

Magnús H. Jó

mið, blokk

nsson).

a 3 l ha-1, b

hannsson).

gað 3 l ha-1,

óhannsson).

5 (höf. 1

(h

blokk 5 18

(h

blokk 5 2

(

27

16. mynd: Sn

höf. Magnús

8. mynd: Óbl

höf. Magnús H

20. mynd: Í

(höf. Magnús

nemma 1,5 l

H. Jóhannss

lómgað 1,5 l

H. Jóhannsso

blóma 1,5 l

s H. Jóhannss

Mag

ha-1, blokk 5

on).

ha-1, blokk 5

on).

ha-1, blokk

son).

V

gnús Þór Ei

5

5

5

Vor 2009

inarsson

Page 36: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

BS- Rit

21. myn

(höf. Ma

23. myn

(höf. Ma

gerð

nd: Í blóma

agnús H. Jóha

nd: Í fræi 3

agnús H. Jóh

3 l ha-1, blo

annsson).

l ha-1, blokk

annsson).

okk 5 2

(h

k 5

28

22. mynd: Í f

höf. Magnús

fræi 1,5 l ha

H. Jóhannsso

Mag

a-1, blokk 5

on).

V

gnús Þór Ei

Vor 2009

inarsson

Page 37: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 29 Magnús Þór Einarsson

2. Viðauki: Eyðublöð

24. mynd: Eyðublað gróðurmælinga.

Page 38: Eyðing alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) með plöntueitri – … Magnús Þór... · 2018. 10. 12. · ii Ágrip Námsverkefni þetta er hluti af stærra verkefni sem fjallar

Vor 2009

BS- Ritgerð 30 Magnús Þór Einarsson

3. Viðauki: Tegundalisti 3. tafla: Þær tegundir sem komu fram í tilrauninni sem og hversu oft þær komu fyrir í meðferðaliðum.

Tegund  Fjöldi í meðferðaliðum Agrostis capillaris - Hálíngresi 2 Agrostis stolonifera -Skriðlíngresi 33 Agrostis vinealis - Týtulíngresi 25 Arenaria norvegica - Skeggsandi 34 Armeria maritima - Geldingahnappur 28 Bistorta vivipara - Kornsúra 3 Calamagrostis stricta - Hálmgresi 3 Cardaminopsis petraea - Melablóm 23 Cerastium alpinum - Músareyra 32 Cerastium fontanum - Vegarfi 36 Empetrum nigrum - Krækilyng 15 Epilobium ssp. - Dúnurt 8 Equisetum arvense - Klóelfting 1 Euphrasia frigida - Augnfró 31 Festuca richardsonii - Túnvingull 36 Festuca vivipara - Blávingull 36 Galium normanii - Hvítmaðra 35 Galium verum ‐ Gulmaðra 2 Jungus trifidus - Móasef 2 Leontodon autumnalis - Skarifífill 17 Lupinus nootkatensis - Lúpína 36 Luzula multiflora - Vallhæra 7 Luzula spicata - Axhæra 34 Lychnis alpina - Ljósberi 9 Minuartia ssp. - Nóra 22 Platanthera hyperborea - Friggjargras 2 Poa glauca - Blásveifgras 31 Poa pratensis -Vallarsveifgras 3 Rhinanthus minor - Lokasjóður 1 Rumex acetosa - Túnsúra 11 Rumex acetosella - Hundasúra 36 Sagina nodosa - Hnúskakrækill 5 Salix ssp. - Víðir 1 Silene acaulis - Lambagras 24 Silene uniflora - Holurt 24 Thymus praecox - Blóðberg 36 Trisetum spicatum - Lógresi 15